Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Guðmundsson

(1747–13. sept. 1810)

Prestur.

Foreldrar: Síra Guðmundur Eiríksson á Refsstöðum og fyrsta kona hans Ragnhildur Hákonardóttir sýslumanns í Rangárþingi, Hannessonar. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 1769, vígðist 25. okt. 1772 aðstoðarprestur föður síns, fekk prestakallið 19. júlí 1775, við uppgjöf hans, gegndi og Möðrudal frá 1782, missti mestallan fénað sinn í harðindunum 1783–4, fekk Hjaltastaði 13. febr. 1786, Ás í Fellum 18. ág. 1799, tók þar við vorið 1800 og hélt til æviloka. Bréf hans einkennilegt er í handritum í Lbs.

Kona 1 (kaupmáli 28. sept. 1773): Guðríður (d. 24. júlí 1791) Jónsdóttir prests að Hólmum, Þorlákssonar. Dætur þeirra: Guðríður átti Níels Jónsson (prests að Eiðum, Brynjólfssonar), Margrét átti Jón Jónsson á Vakursstöðum, Kristín átti Sigurð í Njarðvík Jónsson (prests að Eiðum, Brynjólfssonar).

Kona 2: Guðríður Hermannsdóttir í Fagradal, Einarssonar. Dætur þeirra: Guðný átti Hall Sigurðsson á Sleðbrjótsseli, Sigríður átti fyrr Jón Bjarnason í Sleðbrjótsseli, síðar Þórð sst. Jónsson (prests að Þingmúla, Hallgrímssonar), Ragnhildur, Guðbjörg átti Pál Pálsson á Ormarsstöðum, Þóra átti Vilhjálm Marteinsson á Ormarsstöðum, Guðný yngri, Ásdís átti Snjólf Rustíkusson að Vaði í Skriðdal (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.