Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Finnsson

(1. febr. 1783–17. maí 1846)

Prestur. F. á Ketilsstöðum.

Foreldrar: Finnur hreppstjóri Guðmundsson á Skeggjastöðum á Jökuldal og kona hans Jarþrúður Hallsdóttir í Njarðvík, Einarssonar.

Lærði hjá síra Birni Vigfússyni að Eiðum, stúdent úr heimaskóla frá Geir byskupi Vídalín 1. ág. 1806, var síðan 1 ár hjá foreldrum sínum, var 1807–9 í þjónustu Guðmundar sýslumanns Péturssonar í Krossavík, vígðist 14. maí 1809 aðstoðarprestur síra Jóns Hallgrímssonar að Þingmúla, fekk það prestakall 14. nóv. 1811, en Hofteig 24. júlí 1815, í skiptum við síra Einar Björnsson, fluttist þangað næsta vor og hélt til æviloka.

Kona (1811): Ingveldur (d. 14. jan. 1874, um 87 ára) Jónsdóttir prests að Þingmúla, Hallgrímssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Guðrún átti Pétur Benjamínsson í Sleðbrjótsseli, Ingibjörg átti Vigfús Jónsson á Torfastöðum, Jón gullsmiður á Hreimsstöðum, Lilja, Þorfinnur, síra Sigbjörn á Kálfafellsstað (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.