Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Eymundsson

(24. maí 1837–20. okt. 1911)

Bóksali o. fl.

Foreldrar: Eymundur Jónsson að Borgum í Vopnafirði og kona hans Þórey Sigfúsdóttir í Sunnudal, Sigfússonar. Fór til Kh. 1857 og nam þar bókband, fullnuma eftir 2 ár, síðan 2 ár sveinn þar, síðast yfirmaður í bókbandsstofunni, þá 2 ár í Kristjaníu, því næst 1% ár í Björgvin og nam þar ljósmyndagerð, aftur í Kh. 1% ár og hafði þar ljósmyndastofu.

Kom aftur til Rv. 1866 og stundaði bókband og ljósmyndagerð, setti og upp bókaverzlun og bókagerð, er hélzt síðan, stofnaði og prentverk, sem hann seldi síðar (Félagsprentsmiðju).

Átti þátt í stofnun kaupfélags og stýrði um tíma. Útflutningsstjóri Allanlínunnar frá 1876.

Forgöngumaður að gufubátsferðum um Faxaflóa. Var um tíma í bankaráði Íslandsbanka.

Var kappsamur stjórnmálamaður. R. af dbr.

Kona 1: Anna Katrín Þorsteinsdóttir stúdents og kaupmanns (Jónssonar), er áður hafði verið gift síra Þorvaldi Ásgeirssyni; þau bl. og slitu samvistir.

Kona 2 (10. dec. 1880): Solveig Daníelsdóttir; þau bl. (Óðinn II; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.