Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Eiríksson

(2. okt. 1697– ? )

Bóndi.

Foreldrar: Síra Eiríkur Sölvason að Þingmúla og kona hans Jarþrúður Marteinsdóttir sýslumanns í Múlaþingi, Rögnvaldssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1719, og þar er hann enn veturinn 1722–3, en ekki næsta vetur; má vera, að hann hafi fengið eitthvert stúðentsnafn 1724 eða 1725, þótt ekki hafi það verið fullkomið rektorsvottorð. Amtmaður hét honum Möðrudal 18. júlí 1725, ef byskup vildi vígja hann, en byskup afsagði það vegna vanþekkingar, er hann hafði reynt hann þá á alþingi. Síðar bjó hann að Aurriðavatni í Fellum, síðast líkl. að Hafrafelli, enn á lífi 1768 (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.