Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Einarsson

(30. janúar 1877–10. maí 1939)

Tónskáld.

Foreldrar: Einar kaupm. Jónsson á Eyrarbakka og bústýra hans Guðrún Jónsdóttir úr Hafnarfirði. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1892, stúdent 1898, með 2. einkunn (66 st.), stundaði lög í háskólanum í Kh., en nam þar einkum söng og söngfræði, stýrði söngfélagi ísl. stúdenta í Kh. Fekk um hríð styrk frá alþingi til sönglistar.

Varð 1914 organleikari í dómkirkjunni í Rv. og söngkennari í menntaskólanum til æviloka.

Prófessor að nafnbót. Ritstörf (auk einstakra sönglaga á lausum blöðum): Íslenzk sönglög, Kh. 1903; Lofgerð, Rv. 1904; , Hörpuhljómar, Rv. 1905; Skólasöngvar I–III, Rv. 1906–11 (2. pr., Rv.1916); Stutt kennslubók í hljómfræði, Rv. 1910; Alþýðusönglög II, Rv. 1911–14; Almenn söngfræði, Rv. 1916; Sálmasöngsbók, Rv. 1919; Söngkennslubók, Rv. 1924. Sá um: Jónas Helgason: Kirkjusöngsbók, Rv. 1906; Unga Ísland, barnabók, ITT, Rv. 1907; Heimir, Rv. 1923–5; (með Halldóri Jónassyni): Íslenzkt söngvasafn, I–II, Rv. 1915-16, (með fleirum): Skólasöngbókin.

Kona (1906): Valborg söngkona, dóttir Alfr. Hellemanns cand. polyt. í Kh.

Börn þeirra: Elsa Guðrún söngkona í Kh., Einar fiðluleikari í Kh. (Óðinn IV; GJ. Bergsætt; Kirkjuritið 1939; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.