Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús Egilsson

(3. maí 1600–1673)

Kirkjuprestur.

Foreldrar: Síra Egill Ólafsson að Tjörn í Svarfaðardal og f. k. hans Oddný Sigfúsdóttir prests og skálds á Stað í Kinn, Guðmundssonar. Lærði í Hólaskóla, fór utan 1625, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 6. apr. 1626, er kominn til landsins eigi síðar en 1630, var heyrari að Hólum 1631–S8, rektor þar 1638–44, bjó í Víðinesi, varð þar fyrir tjóni miklu af bruna síðasta árið, sem hann var rektor, vígðist 30. maí 1644 að Hofsþingum, varð 1660 kirkjuprestur að Hólum og var það til æviloka. Hann orkti latínukvæði (2 munu hafa verið pr. í Kh., nú glötuð, nema titilbl. af öðru), samdi annál (brann í brunanum mikla í Kh. 1728), talinn lærður maður og vel metinn.

Kona 1: Vilborg (d. 1644, 21 árs) Erlendsdóttir á Suðurreykjum, Þorvarðssonar; andaðist af barnsförum og barnið með.

Kona 2 (1649): Ólöf (d. 28. dec. 1660) Sigfúsdóttir í Hvassafelli, Ólafssonar.

Börn þeirra: Síra Egill í Glaumbæ, síra Jón að Ríp, Vilborg, Oddný þriðja kona Gísla lögsagnara Eiríkssonar í Múlaþingi (Saga Ísl. V; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.