Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús (Hans S.) Bjarnarson

(24. sept. 1857–26. febr. 1923)

Foreldrar: Stefán sýslumaður Bjarnarson og kona hans Karen Jörgensen. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1873, stúdent 1880, með 2. einkunn (57 st.). Lagði stund á lögfræði í háskólanum í Kh. og lauk þar prófi í heimspeki (1881), en tók próf í verzlunarfræði þar og var um tíma í Englandi. Hélt uppi verzlun og útgerð á Ísafirði 1885–1898 og auðgaðist vel. Varaumboðsmaður Svíastjórnar og Norðmanna í 25 ár (frá 1886), varð r. af Vasaorðu, er hann lét af því starfi. Var þrívegis kjörinn bæjarfulltrúi á Ísafirði og þókti koma vel fram í bæjarmálum.

Vinsæll maður og vinfastur.

Kona (1895): Ingibjörg (Bertha Ingibj.) Þorsteinsdóttir alþm. Thorsteinssons; þau bl. (Óðinn XIX).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.