Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigfús (Benedikt) Blöndal

(2. okt. 1874 – 19. mars 1950)

.

Bókavörður, lektor. Foreldrar: Björn (d. 29. mars 1887, 39 ára) Lúðvíksson Blöndal á Hjallalandi í Vatnsdal, síðar sundkennari í Rv., og kona hans Guðrún (d. 5. jan. 1925, TT ára) Sigfúsdóttir prests á Undirfelli, Jónssonar. Stúdent í Reykjavík 1892 með 1. einkunn (100 st.).

Varð cand. mag. í málfræði (latína aðalgrein) við háskólann í Kh. 9. júní 1898 með 1. einkunn (6ás st.). Settur varaumsjónarmaður (Viceprovst) á Garði maí–sept. 1899. Dvaldist í Englandi og Frakklandi 1900 –01. Átti síðan heima í Kh. til æviloka. Skipaður aðstoðarmaður við Konunglega bókasafnið í Kh. 1901; undirbókavörður 1907, bókavörður 1914; fekk lausn frá embætti 1939. Var lektor í íslenzku nútíðarmáli við háskólann í Kh. 1931–46.

Skrifari í Hafnardeild hins ísl. bókmenntafélags 1904–05 og 1906–11, er deildin var lögð niður. Skrifari hins ísl. Fræðafélags 1912–17; varaforseti þess frá 1925. Var í stjórn ýmissa fleiri félaga, svo sem Danmarks Bibliotekforening, hins norræna stúdentasambands og Dansk-isl. Samfund. Sæmdur doktorsnafnbót í heiðurs skyni af háskóla Íslands 29. sept. 1924. Bréfafélagi í Vísindafélagi Íslendinga 1925; heiðursfélagi hins ísl. bókmenntafélags 1927. R. af fálk, 1924; r. af dbr. s. á. Ritstörf: Íslenzk-dönsk orðabók, Rv. 1920–24; er hún mesta ritverk hans og stórvirki, enda vann hann að henni í 20 ár; Drottningin í Algeirsborg og önnur kvæði, Rv. 1917; Islandske Kulturbilleder, 1924; (með Sigurði Sigtryggssyni): Myndir úr menningarsögu Íslands, 1930; Praktisk Lærebog í islandsk Nutidssprog, 1943; Sunnan yfir sæ (kvæði, frumsamin og þýdd), Rv. 1949; margar ritgerðir í íslenzkum og erlendum tímaritum, flestar um íslenzk efni eða þá um bókasöfn og bókfræði. Sá um: Ævisaga Jóns Indíafara, Kh. 1908 –09; Píslarsaga sr. Jóns Magnússonar, Kh. 1914; Odysseifskviða (þýðing Svbj. Egilssonar), Kh. 1912; Jón Thoroddsen: Kvæði, Kh. 1919. Þýddi: Bakkynjurnar eftir Euripides, Kh. 1923. Er hér aðeins getið hinna helztu ritverka, og verður að öðru leyti að vísa til þeirra rita, sem nefnd eru hér að lokum sem heimildir um æviatriði.

Kona 1 (30. jan. 1903): Björg Karítas (d. 25. febr. 1934, 60 ára) Þorláksdóttir í Vesturhópshólum, Þorlákssonar (sjá hana, I. b.); þau skildu, bl.

Kona 2 (2. okt. 1925): Hildur (f. 20. okt. 1883), dóttir Rolf Arpi málfræðings í Uppsölum í Svíþjóð; bl. (Br7.; B.J.: Ísl. Hafnarstúdentar; Árbók Háskóla Íslands 1924–25; Óðinn XII; Frón II; Skírnir CXXIV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.