Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigbjörn Sigfússon

(6. júlí 1821–27. júní 1874)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sigfús Finnsson í Hofteigi og kona hans Ingveldur Jónsdóttir prests að Þingmúla, Hallgrímssonar, Lærði í Bessastaðaskóla, stúdent 1843 (81 st.). Bjó lengi að Hvanná á Jökuldal. Fekk Ása ". júlí 1859, vígðist 25. sept. s.á., en þjónaði Sandfelli næsta vetur og fekk það 7. ág. 1860, Kálfafellsstað 8. febr. 1872 og hélt til æviloka.

Kona: Oddný Friðrika (f. 8. júní 1820, d. 17. okt. 1888) Pálsdóttir prests að Sandfelli, Thorarensens.

Börn þeirra: Árni Vopnafjarðarpóstur, síðar smiður í Rv., Páll, Anna átti Pál Pálsson, er var oft leiðsögumaður útlendinga og barnakennari og kallaður „jökull“ (Vitæ ord. 1859; HÞ.; SGrBf.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.