Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Semingur Magnússon

(15. öld)

Prestur í Saurbæ frá 1438, kemur síðast við skjöl 1489.

Faðir: Magnús Örnólfsson í Miklagarði, Þórðarsonar sst., Örnólfssonar sst. (SD.). Kemur fyrst við skjöl 1431 og er þá djákn, en er nefndur prestur 1433 (kirkjuprestur að Hólum?), er orðinn officialis 1458, prófastur í Vaðlaþingi 1462.

Börn hans: Síra Þorvarður í Stærra Árskógi, Þorlákur, Sigríður átti Þorgeir Böðvarsson, Finnssonar að Mói, Gamlasonar (Dipl. Isl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.