Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Samúel Jónsson

(18. sept. 1864–4. nóv. 1937)

Trésmiður.

Foreldrar: Jón Pálsson á Hunkubökkum og kona hans Kristín Jónsdóttir í Hlíð undir Eyjafjöllum, Sigurðssonar.

Fekk sveinsbréf í trésmíðum 1881, stundaði þá iðn síðan, einkum á Eyrarbakka og (síðan 1900) í Rv. Vandaður smiðu,r og námu margir af honum.

Kona 1: Margrét (d. 1932) Jónsdóttir á Leirum undir Eyjafjöllum, Helgasonar. Af börnum þeirra komst upp: Guðjón húsameistari.

Kona 2 (1934): Margrét Einarsdóttir (f. 1897); þau bl. (Óðinn XXIV; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.