Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Samúel Eggertsson

(25. maí 1864 – 7. mars 1949)

. Skrautritari. Foreldrar: Eggert (d. 27. júní 1911, 77 ára) Jochumsson á Melanesi á Rauðasandi, síðar sýsluskrifari og barnakennari á Ísafirði, og fyrri kona hans Guðbjörg (d. 13. júní 1890, 63 ára) Ólafsdóttir á Rauðamýri á Langadalsströnd, Bjarnasonar. Búfræðingur í Ólafsdal 1889; vann að jarðræktarstörfum næstu ár. Bóndi á Stökkum á Rauðasandi 1894– 1903; stundaði síðan barnakennslu og sjóróðra í 4 ár og lyfjaafgreiðslu á Ísafirði í 2 ár.

Fluttist til Reykjavíkur 1909 og átti þar heima til æviloka.

Stundaði mest eftir það skrautritun og barnakennslu; vann einnig í Veðurstofu Íslands í 4 ár. Mældi og gerði kort af 30 kaupstöðum og kauptúnum; gaf út 20–30 tegundir korta, einkum snertandi sögu Íslands, náttúru þess og landfræði.

Hlaut heiðursmerki og heiðursskjal 1911 fyrir skrautritun og teikningu. Kona (20. okt.1892): Marta Elísabet Stefánsdóttir gullsmiðs í Höll í Þverárhlíð, Jónssonar. Af börnum þeirra komust upp tvær dætur: Halldóra átti Pétur kaupmann Guðmundsson (þau skildu), Jóhanna Margrét átti Jón gullsmið Dalmannsson (Br7.; Óðinn XXVII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.