Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Samson Eyjólfsson

(22. apr. 1850–17. mars 1914)

Ritstjóri o. fl.

Foreldrar: Eyjólfur Jóhannesson í Hvammi í Hvítársíðu og kona hans Helga Guðmundsdóttir á Sámsstöðum, Guðmundssonar. Var í Noregi, lærði beykisiðn. Var aðallega á Ísafirði og hafði smáverzlun.

Var síðast í Rv. Þar sá hann um blað, „Svipan“. Pr. er eftir hann Nokkur ljóðmæli, Bessast. 1903. Kvæntur norskri konu; þau bl. (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.