Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Samson Björnsson

(17. okt. 1815– ? )

Skáld frá Orrastöðum. Launsonur Björns Bjarnarsonar á Orrastöðum (við Margréti Þorsteinsdóttur, systur Jóns landlæknis, og átti hún síðar Magnús Pétursson á Orrastöðum, síðast í Holti á Ásum).

Fluttist til Rv. 1836 (finnst ekki í manntali í Rv. 1840, ekki heldur í mannalátum þar 1836–40).

Kveðskapur eftir hann finnst í Lbs.


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.