Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Salómon Jónsson

(– –7. apr. 1660)

Prestur. Faðir: Síra Jón Salómonsson að Hesti. Varð prestur að Hálsi í Hamarsfirði 1627, en missti næsta vetur í harðindum mestallt fé sitt og staðarins og varð að hrökklast þaðan vorið 1628, hefir skömmu síðar fengið Mosfell í Grímsnesi og hélt til æviloka, gegndi kirkjuprestsstarfi í Skálholti haustið 1658. Virðist hafa verið talsvert mikils metinn, því að 1652 vildi Árni lögmaður Oddsson, að hann tæki að sér forstöðu Klausturhólaspítala og hefði jafnframt prestakallaskipti, þótt ekki yrði af.

Kona: Þuríður Jónsdóttir, Einarssonar (systir síra Einars í Meðallandsþingum).

Börn þeirra: Síra Jón í Reynisþingum, Þuríður f. k. síra Jóns Snorrasonar að Mosfelli (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.