Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Salómon Guðmundsson

(um 1529–1598)

Prestur.

Foreldrar: Guðmundur Salómonsson að Laxfossi og kona hans Agnes Brandsdóttir, Helgasonar. Ólst upp hjá síra Freysteini Grímssyni í Stafholti. Er orðinn prestur 1548, talinn hafa fengið Hvamm í Norðurárdal 1559, varð 1590 að standa þar upp fyrir síra Einari skáldi Sigurðssyni, föður Odds byskups, tók þá samtímis Húsafell og hélt til æviloka.

Börn hans: Síra Jón að Hesti, Agnes átti Magnús Magnússon (Dipl. Isl.; Alþb. Ísl. HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.