Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Salómon Björnsson

(1. nóv. 1757–30. sept. 1834)

Prestur.

Foreldrar: Björn Jónsson í Haga í Holtum og kona hans Maren Þórarinsdóttir í Svínhaga, Salómonssonar, Lærði hjá síra Hílaríusi Illugasyni að Mosfelli, var tekinn í Skálholtsskóla 1773, stúdent 30. apr. 1776, talinn í vitnisburðinum gæddur góðum gáfum. Stundaði kennslu að Stóra Núpi 1 vetur, fór síðan að Nesi til Bjarna landlæknis Pálssonar, að nema læknisfræði, en er Bjarni andaðist fór hann í Viðey, var þar þunglega veikur heilt misseri, var síðan 5 ár hjá foreldrum sínum, fekk Berufjörð 9. apr. 1785, vígðist 12. júní s. á., fekk Ás í Fellum 12. jan. 1797, í skiptum við síra Guðmund Skaftason, missti þar prestskap 1799 vegna barneignar með konu, er hann átti síðar, fekk uppreisn 2. jan. 1801, var þenna tíma skrifari Guðmundar sýslum. Péturssonar í Krossavík, fekk Dvergastein (og Mjóafjörð) 8. apr. 1802 og hélt til æviloka. Gáfumaður, skáldmæltur (sjá Lbs,; rímur af Lárín dvergi þar eru líklega eftir hann) og læknir, hirðulítill í embættisverkum.

Kona 1: Guðrún (d. 19. júní 1793, á 39. ári) Filippusdóttir.

Börn þeirra: Filippus skáld í Norðfirði, Agnes, Maren, Rannveig.

Kona 2 (8. sept. 1799): Guðný Hallgrímsdóttir á Þrándarstöðum, Þorgrímssonar. Barna þeirra ekki getið (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.