Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Rögnvaldur Sigmundsson

(um 1638–1703)

Sýslumaður.

Foreldrar: Sigmundur í Fagradal Gíslason að Staðarfelli, Jónssonar, og kona hans Guðrún Pálsdóttir, Ormssonar. Var í Skálholtsskóla á 4. vetur (1653–6). en veik þá úr skóla að óvilja byskups, af einhverju þrályndi, hneisulaust. Hann gerðist stórbóndi í Fagradal innra. Hann varð sýslumaður í Strandasýslu 1687, lét þar af sýslustörfum um 1700. Hann bar galdur á systurmann sinn, síra Árna Loptsson, og stóðu þau mál 1678–9, en síra Árni var sýknaður, og sættust þeir síðar.

Kona (kaupmáli 18. júní 1669): Ragnheiður (f. um 1641, d. 1719) Torfadóttir prests á Kirkjubóli í Langadal, Snæbjarnarsonar; þau bl. Fjármuni sína gaf hann Jóni sýslumanni Magnússyni síðast að Sólheimum í Sæmundarhlíð (gjafabréf 29. ág. 1701, konungsstaðfesting 13. maí 1702), en Ragnheiður ekkja hans arfleiddi 20. júní 1708 bróðurson sinn, Þorstein Pálsson sýslumanns, Torfasonar (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.