Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Rögnvaldur Einarsson

(– – 1660)

Prestur.

Foreldrar: Síra Einar Magnússon á Valþjófsstöðum og kona hans Arndís Hallvarðsdóttir prests sst., Einarssonar. Er orðinn prestur 1626, hefir líkl. þá þegar fengið Hólma, sem hann hélt til æviloka, varð aðstoðarprófastur í Múlaþingi 1652.

Kona: Guðrún yngri (d. 1699) Ármadóttir sýslumanns að Eiðum, Magnússonar.

Börn þeirra: Marteinn sýslumaður í Múlaþingi, Árni í Eskifirði (skólagenginn), Arndís átti Odd Ásmundsson á Ormarsstöðum, Jónssonar, Arndís (önnur) er 1703 ekkja að Hofi í Norðfirði, Guðrún átti Stíg Þórarinsson á Arnheiðarstöðum, Guðrún (önnur), Ragnhildur átti Odd Jónsson (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.