Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Rögnvaldur Björnsson

(26. dec. 1850–6. ág. 1918)

Bóndi.

Foreldrar: Björn Ólafsson á Auðólfsstöðum í Langadal og kona hans Filippía Hannesdóttir prests og skálds að Ríp, Bjarnasonar. Bjó lengstum í Réttarholti í Skagafirði, góðu búi og þó mjög veitandi, starfsmaður, en þó mjög bókhneigður, enda gáfumaður, skáldmæltur og vel að sér, allra manna vinsælastur, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í héraði.

Kona (um 1880). Freyja Jónsdóttir prests Norðmanns á Barði.

Börn þeirra, sem upp komust: Margrét átti Þorstein Björnsson á Hrólfsstöðum, María átti Gamalíel Sigurjónsson í Réttarholti, Sigríður, Valgerður; þrjú dóu nokkuð uppkomin (Óðinn XVI; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.