Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Rögnvaldur (Ágúst) Ólafsson

(5. dec, 1874–14. febr. 1917)

Húsgerðarmeistari.

Foreldrar: Ólafur Sakaríasson að Ytri Húsum í Dýrafirði og kona hans Veronika Jónsdóttir prests í Dýrafjarðarþingum, Eyjólfssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1894, stúdent 1900, með ágætiseinkunn (105 st.), stundaði síðan nám í prestaskólanum í Rv. og lauk þar heimspekiprófi, með 1. ágætiseinkunn. Fór síðan utan (1901) og nam með styrk af landsfé húsgerðarlist, en vegna veikinda varð hann að hverfa til landsins 1904, var síðan ráðunautur stjórnarinnar um kirkjugerð, skóla og önnur alþjóðleg stórhýsi. Ókv. og barnl. (Skýrslur; Óðinn XII; Tímarit verkfr.fél. Ísl., 2. árg.; Bjarmi, iilsarss) Rögnvaldur Ormsson (17. öld).

Prestur. Faðir: Síra Ormur Þorvarðsson á Reynivöllum.

Virðist hafa vígzt 20. okt. 1633 að Mjóafirði og hefir jafnframt haldið Dvergastein, virðist hafa fengið Möðrudal 1648, lét þar af prestskap 1663, er með vissu d. fyrir 17. ág. 1677. Ekki getur konu né barna (HÞ.; SGrBf.) Rögnvaldur Pétursson (14. sept. 1877–3. jan. 1940).

Prestur.

Foreldrar: Pétur Björnsson að Ríp í Hegranesi og kona hans Margrét Björnsdóttir á Auðólfsstöðum, Ólafssonar. Fór með foreldrum sínum til Vesturheims. Var í merkum skólum framan af, stundaði únítaraguðfræði í Meadville frá 1898, próf 1902 (með stiginu B.D.), var síðan 1 ár í Harvard-háskóla, vígðist 2. ág. 1903 prestur únítara í Wp. og var það til 1909; þá varð hann skrifari kirkjufélags síns, en ritstj. Heimskringlu árið 1913–14 og eftir það einn af aðaleigendum þess blaðs. Þá varð hann aftur únítaraprestur í Wp. 1915 fram á árið 1922, varð þá ráðsmaður Heimskringlu. Varð heiðursdoktor í guðfræði í Meadville 1928 og í heimspeki í háskóla Ísl. 1930, stórr. af fálk. 1939.

Gaf Lbs. handrit sín og talsvert í bókum. Aðalstofnandi Þjóðræknisfélag Ísl. vestra; var forseti þess 2 fyrstu árin og frá 1936 og ritstjóri tímarits þess alla sína tíð. Ritstörf hans voru ella: Ferðalýsingar, Wp. 1912; þýð. Jakob Riis: Hetjusögur Norðurlanda, Wp. 1921. Ævisögur ísl. hermanna 1914–18. Var síðast vel fjáður.

Kona (1898): Hólmfríður Jónasdóttir í Hraunkoti í Aðaldal, Kristjánssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þorvaldur M.A., Margrét B.A., Ólafur B.Sc., Pétur (Tímarit Þjóðræknisfélags 1940).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.