Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Rósa Guðmundsdóttir

(23. dec. 1795–28. sept. 1855)

Skáld.

Foreldrar: Guðmundur Rögnvaldsson í Fornhaga og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir í Langahlíð, Ívarssonar.

Var á Möðruvöllum í Hörgárdal 1814–15, en fór 1816 með föður sínum að Ketilsstöðum á Völlum, og varð þá faðir hennar ráðsmaður þar. Giftist 4. nóv. 1817 Ólafi Ásmundssyni Sölvasonar á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal. Fóru vorið eftir að Haukagili í Vatnsdal og voru síðan á ýmsum bæjum, að Vatnsenda 1824. Þau Ólafur slitu samvistir, og var hún síðan ráðskona. Giftist í annað sinn (22. nóv. 1840) Gísla Gíslasyni prests að Vesturhópshólum, Gíslasonar (þau bl.), og bjuggu þau um hríð í Markúsarbúð undir Jökli og fóru víða, en fóru síðar norður. Rósa var bráðgáfuð og skáldmælt, og eru vísur hennar á vörum manna og í handritum. Rósa andaðist að Fremra Núpi í Miðfirði. Dætur þeirra Ólafs: Pálína, Guðrún, Sigríður.

Börn hennar með Natan Ketilssyni: Rósant Berthold, Þóranna Rósa (Óðinn VIII; Saga Natans Ket., Rv. 1912).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.