Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Runólfur Þórðarson
(25. mars 1860–19. maí 1931)
Bóndi o. fl.
Foreldrar: Þórður hreppstjóri Sigurðsson að Fiskilæk og kona hans Sigríður ljósmóðir Runólfsdóttir í Saurbæ á Kjalarnesi, Þórðarsonar. Bjó að Síðumúla 13 ár, síðan að Stóra Fjalli 3 ár. Var í Hafnarfirði frá 1908, lengi verkstjóri hjá bróður sínum, Ágúst kaupm. Flygenring.
Var tónleikamaður mikill og söngelskur, enda lærði hann á organ ungur, lék í kirkjum og kenndi söng mörg ár. Vel látinn maður og skemmtinn.
Kona 1: Helga Salómonsdóttir.
Börn þeirra: Salómon, Sigríður og Helga, og nefna þau sig Heiðar.
Kona 2: Sigríður Jónsdóttir, ekkja Jóns hreppstjóra Sigurðssonar í Syðstu Mörk undir Eyjafjöllum; þau Runólfur bl. (Óðinn XXVI).
Bóndi o. fl.
Foreldrar: Þórður hreppstjóri Sigurðsson að Fiskilæk og kona hans Sigríður ljósmóðir Runólfsdóttir í Saurbæ á Kjalarnesi, Þórðarsonar. Bjó að Síðumúla 13 ár, síðan að Stóra Fjalli 3 ár. Var í Hafnarfirði frá 1908, lengi verkstjóri hjá bróður sínum, Ágúst kaupm. Flygenring.
Var tónleikamaður mikill og söngelskur, enda lærði hann á organ ungur, lék í kirkjum og kenndi söng mörg ár. Vel látinn maður og skemmtinn.
Kona 1: Helga Salómonsdóttir.
Börn þeirra: Salómon, Sigríður og Helga, og nefna þau sig Heiðar.
Kona 2: Sigríður Jónsdóttir, ekkja Jóns hreppstjóra Sigurðssonar í Syðstu Mörk undir Eyjafjöllum; þau Runólfur bl. (Óðinn XXVI).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.