Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Úlfsson

(um 950– um 1015)

. Goði. Foreldrar: Úlfur örgoði (Jörundarson goða, Hrafnssonar) og kona hans ónefnd, dóttir Vála Loðmundarsonar gamla í Sólheimum í Mýrdal. Runólfur mælti manna mest gegn kristnitökunni, en var þó skírður. Hann bjó í Dal undir Eyjafjöllum. Kona hans líklega: (ónefnd) dóttir Þórðar gellis frá Hvammi í Dölum.

Börn þeirra: Svertingur, Gellir, Þuríður átti Þorkel lögsögum. Tjörvason (Landn.; Njála; Kristnisaga; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.