Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Sigurðsson

(í jan. 1798–19. júní 1862)

Skáld.

Foreldrar: Síra Sigurður Ögmundsson að Krossi, síðar í Reynisþingum og kona hans Kolfinna Þorsteinsdóttir. Bjó tvívegis á Litlu Heiði og tvívegis í Skagnesi og var þar til æviloka. Búmaður góður, greiðamaður og vel gefinn. Ritgerð merk pr. í Landstíðindum 1850.

Þókti blendinn. Var eineygur.

Kvæði hans má finna í Lbs.

Kona (1822). Ingveldur (d. 1868) Jónsdóttir að Hryggjum, Bjarnasonar. Af börnum þeirra komust 8 á legg, og voru meðal þeirra: Úlfur Kristinn Heiðimann (tók við búi í Skagnesi), Una, Tala, Svava, Runveldur átti Eirík Ólafsson á Brúnum (sjá einkum Lbs. 793, 8vo.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.