Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Sigurðsson

(17. öld)

Sýslumaður á Brennisstöðum.

Foreldrar: Sigurður lögréttumaður Jónsson í Einars„nesi og kona hans Ragnhildur Ásgeirsdóttir prests að Lundi, Hákonarsonar, Var lögréttumaður, fekk Hnappadalssýslu og mun hafa sleppt henni 1658 við Jón, son sinn; var og settur sýslumaður í Snæfellsnessýslu 1641,

Kona 1: Ragnheiður Jónsdóttir prests í Hvammi í Laxárdal, Gottskálkssonar.

Börn þeirra: Þorvarður á Leikskálum, Sigurður á Brennisstöðum, Ragnhildur kona Ólafs á Bæjum á Snæfjallaströnd, Sveinssonar,

Kona 2: Elín Guðmundsdóttir í Ólafsvík, Ásbjarnarsonar,

Börn þeirra: Jón sýslumaður á Hjarðarfelli, Þórður lögréttumaður, Sólveig f. k. síra Þorleifs á Kvennabrekku Jónssonar, Guðrún, Ragnhildur önnur og Ólöf. Launsonur Runólfs hét Marteinn (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.