Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Sigmundsson

(– – 1307)
Ábóti í Þykkvabæ 1264–1307. Faðir: Sigmundur prestur Jónsson að Svínafelli, Sigmundssonar (SD.). Einn hinn helzti lærisveina Brands byskups Jónssonar, ritaði sögu af Ágústínusi (pr. í Postulasögum); kemur mjög víða við sögu Árna byskups Þorlákssonar og var officialis í utanför hans (1288–91) og eftir hann látinn (Dipl. Isl.; Isl. Ann.; Bps. bmf. 1).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.