Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Runólfsson

(um 1711–1748)

Prestur.

Foreldrar: Runólfur lögréttumaður Ólafsson að Arnbjargarlæk og kona hans Þóra Jónsdóttir yngra sýslumanns í Einarsnesi, Sigurðssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1727, stúdent 1733, var um hríð í þjónustu Jóns byskups Árnasonar, vígðist 7. maí 1739 aðstoðarprestur síra Jóns Magnússonar að Setbergi, bjó að Kverná, fekk Setberg 23. apr. 1745 og hélt til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann góðan vitnisburð.

Kona (konungsleyfi vegna tvímenningsfrændsemi 1. maí 1739): Ragnheiður (d. 1779) Sigurðardóttir sýslumanns á Hvítárvöllum, Jónssonar.

Börn þeirra: Sigurður d. í Skálholtsskóla 1762, Hólmfríður átti síra Erlend Hannesson í Gufudal, Ingibjörg óg. og bl. (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.