Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Runólfsson

(25. sept. 1862 [1861, Br7.]– 13. apríl 1935)

Bókbindari.

Foreldrar: Runólfur að Áshól í Holtum Runólfsson (Nikulássonar) og kona hans Guðlaug Jónsdóttir að Stóra Hofi á Rangárvöllum, Jónssonar. Nam bókband og stundaði síðan, bjó í Norðtungu frá 1892 til æviloka. Var búhöldur mikill, dugnaðar- og framfaramaður. Gegndi sveitarstörfum. Verðlaun úr sjóði Kr. níunda.

Kona 1 (1885): Elín Margrét (f. 1855, d. 1907) Sigurðardóttir trésmiðs í Rv., Jónssonar,

Börn þeirra: Sigurður Bjarni frkvstj. í Rv., Edvard verzlm., Margrét.

Kona 2 (1909): Ingibjörg Helga Skúladóttir að Ytra Vatni í Skagafirði, Jónssonar.

Kona 3 (1928): Guðrún Sigríður Sigurðardóttir (f , 1897). Dóttir þeirra: Elín Ebba (Óðinn VII; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.