Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Ketilsson

(um 1683–1712)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ketill Eiríksson á Svalbarði og kona hans Kristrún Þorsteinsdóttir prests að Eiðum, Jónssonar. Ólst upp hjá Jóni sýslumanni Þorlákssyni að Berufirði á sumrum, meðan hann var í skóla. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 1703, vígðist 1709 aðstoðarprestur síra Magnúsar Hávarðssonar á Desjarmýri, hafði fengið vonarbréf fyrir Hjaltastöðum í Útmannasveit 31. jan. 1705, tók við því prestakalli í fardögum 1711, þjónaði jafnframt Desjarmýri og Njarðvíkum 1711–12, fórst í snjóflóði í Njarðvík vorið 1712.

Vafasamt er, hvort 1 kvæði er eftir hann í Lbs.

Kona: Steinunn (f. um 1678) Marteinsdóttir sýslumanns í Múlaþingi, Rögnvaldssonar.

Börn þeirra: Jón, Ragnhildur (eða Ragnheiður) átti Jón Brynjólfsson (prests að Hálsi í Hamarsfirði, Ólafssonar), Steinunn var fyrst s.k. síra Ketils Bjarnasonar að Eiðum, síðar síra Þorvarðs Guðmundssonar á Klyppsstað, Katrín (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.