Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Jónsson (Mýrdalín)

(um 1752–1776)

Stúdent, Faðir (talinn): Jón Runólfsson að Felli í Mýrdal. Lærði hjá síra Jóni Steingrímssyni, er kom honum í Skálholtsskóla 1770; varð stúdent 18. maí 1774, með góðum vitnisburði, fór utan 1775, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 23. dec. s. á., andaðist þar næsta vor, jarðsettur 11. maí 1776. Var skáldmæltur (sjá Lbs.) og vel gefinn.

Ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.