Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Jónsson

(– – 1654)

Rektor.

Foreldrar: Síra Jón Runólfsson að Munkaþverá og kona hans Sigríður Einarsdóttir í Hafrafellstungu, Nikulássonar. Lærði í Hólaskóla, fór utan 1640, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. dec. s.á., hefir orðið attestatus í guðfræði, mun hafa komið til landsins 1643, varð rektor í Hólaskóla 1644, sleppti því og fór utan aftur 1649, með miklu lofi Þorláks byskups, enda þókti hann prýðilega gefinn, varð magister í háskólanum í Kh. 13. maí 1651, varð rektor í Kristiansstad um 1651–2 og hélt til æviloka. Hann var gáfumaður og vel að sér, mældi hnattstöðu Hóla, sinnti mjög eðlisfræði í Kh. 1649–51, lét prenta ýmsar „dissertationes. (– – Hann var latínuskáld, og er sumt í handriti (AM.), en pr. er kvæði eftir hann í Specimen lexici Runici, Kh. 1650. Hann sinnti og mjög ísl. málfræði.

Ritstörf: Homagii Islandici lætum Mercurium..., Kh..1650; Linguæ septentrionalis elementa, Kh. 1651; Recentissima antiquissimæ linguae septentrionalis incunabula, Kh. 1651 (Oxf. 1688, sst. 1703). Ókv. og barn. (Saga Ísl. V; JH. Skól.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.