Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Jónsson

(29. nóv. 1827–1910)

Hreppstjóri, dbrm.

Foreldrar: Jón Björnsson á Búlandi og kona hans Oddný Runólfsdóttir. Setti bú að Búlandi 1853, bjó í Hemru 1864–79, en síðan í Holti á Síðu. Búmaður mikill og þrekmaður. Gegndi ýmsum störfum, var t. d. hreppstjóri í báðum þeim hreppum, sem hann bjó.

Kona (17. sept. 1852): Sigurlaug (f. 12. apr. 1832, d. 3. júlí 1911) Vigfúsdóttir hreppstjóra í Flögu, Bótólfssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Oddný átti Kjartan Ólafsson í Skál, Guðrún átti síra Bjarna Einarsson á Mýrum í Álptaveri, Björn hreppstjóri í Holti, Jón stúdent (Óðinn II.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.