Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Jónsson

(1794– 7. sept. 1858)

. Hreppstjóri. Foreldrar: Jón (d. 30. jan. 1839, 713 ára) Oddsson á Geitabergi og síðar í Þingnesi og Efri-Hrepp í Skorradal og kona hans Oddný (d. 3. ág. 1810, 39 ára) Runólfsdóttir. Bóndi á Efra-Skarði í Leirársveit 1822–29, en síðan á Innri-Skeljabrekku til æviloka. Var hvatamaður að stofnun búnaðarfélags, eins hins fyrsta hér á landi, og forustumaður um ýmis framfaramál. Þótti harður í horn að taka og samdi því miðlungi vel við suma samtíðarmenn sína, en lét ekki hlut sinn. Kona 1 (22. júlí 1822): Guðrún (d. 30. ág. 1825, 32 ára) Jónsdóttir í Varmadal, Þorkelssonar. Af börnum þeirra komust upp: Salvör dó óg., Oddný átti Vigfús Hansson (3. kona hans).

Kona 2: Ástríður Jónsdóttir, systir fyrri konunnar. Börn þeirra, sem upp komust: Jón á Vatnshömrum og Hvanneyri, Guðmundur í Staðarhól og Árdal, Kristín átti Ara Jónsson á Syðstu-Fossum (A.G.; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.