Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Jónsson

(1759–1. ág. 1809)

Prestur.

Foreldrar: Jón Runólfsson að Höfðabrekku og kona hans Guðrún Hallgrímsdóttir í Kerlingardal, Jónssonar. Lærði fyrst hjá síra Jóni Steingrímssyni, tekinn í Skálholtsskóla 1778, stúdent 26. apr. 1783, með góðum vitnisburði, vígðist 13. júní 1784 aðstoðarprestur síra Þorsteins Stefánssonar að Krossi og þjónaði því prestakalli eftir lát hans, fekk Stórólfshvolsþing 9. apr. 1785, fluttist þangað um vorið, bjó 1785– 7 í Sigluvík, en síðan að Stórólfshvoli, fekk Keldnaþing 28. ág. 1801, fluttist þangað vorið 1802 og hélt til æviloka, bjó að Reyðarvatni 1802–4, en síðan í Króktúni.

Hann var vel gefinn og valmenni, fátækur jafnan; óvíst, að hann hafi verið hagmæltur (sjá Lbs.).

Kona: Guðrún (f. um 1765, d. 7. júlí 1834) Þorsteinsdóttir prests að Krossi, Stefánssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún átti Þorstein Grímsson síðast að Skarði í Gnúpverjahrepp, Margrét átti fyrst Magnús Eiríksson að Miðhúsum í Gnúpverjahrepp, síðan Gísla Torfason að Miðhúsum, síðast Sigurð frá Hæringsstöðum Erlendsson, Helgasonar, Jón eldri í Árbæ í Holtum, Þorsteinn í Kaldakinn, Jón yngri í Litlu Tungu í Holtum, Þuríður átti Höskuld Höskuldsson á Ásólfsstöðum (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.