Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Höskuldsson

(15. og 16. öld)

Sýslumaður að Læk í Melasveit. Faðir: Síra Höskuldur á Melum Hallsteinsson á Hesti, Höskuldssonar lögréttumanns að Núpufelli, Runólfssonar, Sturlusonar. Kemur fyrst við skjöl 1483. Hefir haldið Þverárþing sunnan Hvítár a. m. k. 1493, síðar sama þing vestan Hvítár, en var dæmdur frá 1505 fyrir „stórsakir“. Enn á lífi 1510.

Sonur hans: Bergsveinn (átti Krossholt), faðir Jóns í Hjörsey (Dipl. Isl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.