Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Henriksson

(um 1685–1731)

Prestur.

Foreldrar: Henrik Jónsson í Hlíð í Lóni og kona hans Valgerður Bessadóttir, Tekinn í Skálholtsskóla 1703, stúdent 1707, fekk Sandfell 1708, tók þar við 4. júní s. á., fekk Skorrastaði 14. júlí 1723 og hélt til æviloka. Hann var hagmæltur (sjá Lbs.).

Kona 1 (1708). Guðríður (d. um 1715) Eyjólfsdóttir á Brunnastöðum, Árnasonar (varð alllöng rekistefna um þetta, með því að síra Runólfur hafði verið lofaður danskri þjónustustúlku hjá Páli landfógeta Beyer).

Börn þeirra: Ingiríður óg., Þuríður átti Björn Vigfússon (prests að Dvergasteini, Sigfússonar), Guðrún átti Þorstein stúdent Bjarnason, Álfheiður átti Pál Stefánsson að Höfða á Völlum (prests í Vallanesi, Pálssonar), Margrét átti Brynjólf Gíslason í Norðfirði, skólagenginn.

Kona 2 (konungsleyfi vegna þremenningsfrændsemi 9. apríl 1717): Guðfinna (f. um 1690, enn á lífi 1763) Stefánsdóttir hreppstjóra að Hofi í Öræfum, Ormssonar.

Dóttir þeirra: Guðríður átti Sigurð Ögmundsson á Skeggjastöðum í Fellum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.