Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Halldórsson

(23. nóvbr. 1850–30. maí 1935)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Halldór Halldórsson að Rauðalæk og kona hans Elín Tómasdóttir í Sauðholti, Jónssonar. Setti bú sst. 1872 og var þar til æviloka.

Búhöldur mikill, enda græddist honum vel fé, bætti hann geysilega jörð sína og hýsti. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, félagslyndur og hlynnti mjög að barnakennslu. Verðlaun úr sjóði Kr. níunda. R. af fálk.

Kona (1873). Guðný Bjarnadóttir að Rauðalæk efra, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Gunnar hreppstjóri að Rauðalæk, Valgerður átti Pál lögregluþjón Árnason í Rv. Þau slitu samvistir (Br7.; PZ. Víkingslækjarætt).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.