Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Fjeldsted

(17. maí 1879–13. júní 1921)
. Prestur, skáld. Foreldrar: Þorbergur Andrésson Fjeldsted á Hreðavatni í Mýrasýslu og kona hans Helga Guðmundsdóttir á Hamraendum í Stafholtstungum, Jónssonar. Fluttist til Vesturheims með foreldrum sínum 1887. Lauk prófi við prestaskóla í Chicago 1908; vígður s.á. til prestsþjónustu hjá íslenzkum söfnuðum í Vatnabyggð í Saskatchewan. Hóf nám við Harvard-háskóla í Mass. 1912. Vann síðan að kennslustörfum, en stundaði stöðugt nám jafnframt, einkum í guðfræði og í fornum bókmenntum Grikkja og Norðmanna, og varð mikill lærdómsmaður. Var vel skáldmæltur og þýddi íslenzk ljóð á ensku, m.a. sálminn „Allt eins og blómstrið eina“ (Sameiningin 1919). Dó í Glenboro í Manitoba, ókv. (Sameiningin XKTII og XKXVI).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.