Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Erlendsson

(14. sept. 1771 [1772, Vita]–19. október 1834)

Prestur.

Foreldrar: Síra Erlendur Hannesson í Gufudal og f.k. hans Hólmfríður Runólfsdóttir. F. á Grund í Eyrarsveit. Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1789, varð stúdent 31. maí 1794, var síðan hjá föður sínum, vígðist honum til aðstoðarprests 9. júní 1799, bjó þá að Barmi, fekk Gufudal 27. apríl 1806, við uppgjöf hans, og fluttist þá þangað, fekk Brjánslæk 29. nóv. 1821, fluttist þangað vorið 1822 og hélt til æviloka. Var heilsutæpur, sæmilegur kennimaður, starfsmaður mikill, hagmæltur (sjá Lbs.), heldur vel látinn.

Kona 1 (1798, með byskupsleyfi, þau systkinabörn): Kristín (d. 1811) Þorláksdóttir í Teigi í Fljótshlíð, Þórðarsonar.

Börn 12 þeirra, sem upp komust: Ólöf (átti launson), Erlendur að Hamri á Barðaströnd, Sigurður á Brekkuvelli á Barðaströnd, Helga átti Brynjólf Eggertsson í Melanesi, Hólmfríður átti Þórð Gíslason í Rima í Selárdal, Ingibjörg átti fyrr Gísla Ísleifsson í Tungu í Örlygshöfn, síðar Guðmund Guðmundsson í Vattarnesi.

Kona 2 (1812): Guðrún (d. 5. júlí 1872, 85 ára) Vernharðsdóttir prests í Otradal, Guðmundssonar. Dóttir þeirra var: Kristín átti Jón Auðunarson í Botni í Vatnsfjarðarsveit. Guðrún ekkja hans varð síðar s. k. síra Hálfdanar Einarssonar á Eyri í Skutulsfirði (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.