Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Dálksson

(12. öld)

Prestur. Faðir: Dálkur Þorsteinsson, bróðir Ketils byskups Þorsteinssonar, af Möðruvellinga kyni. Hann er nefndur meðal presta vestanlands 1143, var enn á lífi um 1170 og var þá á vist með dótturmanni sínum, Ólafi presti Sölvasyni á Helgafelli, og er þá kallaður hinn mesti lærdómsmaður og höfuðklerkur. Bróðir hans hefir væntanlega verið Guðmundur Dálksson. Í Bjarnar sögu Hítdælakappa er vitnað til Runólfs Dagssonar, og hyggja menn það ritvillu fyrir Dálkssonar, Dóttir Runólfs: Hallgerður, gift Ólafi presti Sölvasyni, var numin brott af Páli Þórðarsyni í Vatnsfirði og urðu af því deilur (Prestaskrá í Fornbrs. I; Sturlu saga; Bjarnar saga, sjá einkum Ísl. fornrit INT, LXXXTII o. áfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.