Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Runólfur Arason

(13. nóv. 1863–3. ág. 1940)

. Bóndi. Foreldrar: Ari (d. 30. maí 1899, 68 ára) Jónsson á Syðstu-Fossum í Andakíl og kona hans Kristín (d. 2. nóv. 1903, 64 ára) Runólfsdóttir hreppstjóra á Skeljabrekku, Jónssonar. Vann foreldrum sínum framan af og stundaði sjó á vetrum; þótti afburðamaður til allra starfa og gat því valið um skiprúm. Bjó fyrst í Efra-Hrepp í Skorradal, en fluttist 1903 að Hálsum í sömu sveit; var þar þá húsalaust og nær túnlaust; bjó þar til æviloka; hafði þá margfaldað ræktað land jarðarinnar og bætt hana á marga lund. Byggði öll hús úr vandaðri steinsteypu.

Kona (5. dec. 1896): Ingibjörg (f. 22. júní 1868) Pétursdóttir á Skeljabrekku, Jónssonar.

Börn þeirra: Pétur sjómaður í Rv., Þórður í Haga í Skorradal, Ingólfur á Hálsum, Engilbert á Vatnsenda, Ari sst., Haraldur múrari í Rv., Hörður sjómaður sst., Viktoría átti Jóhannes Jensson sst., Lára og Laufey dóu báðar óg. og bl. (A.G.; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.