Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Riis, Kristján (Hans Kr.)

(30. mars 1863–22. mars 1913)

Læknir.

Foreldrar: M. P. Riis verzlm. á Ísafirði og kona hans Friederikke Caroline, f. Westh.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1877, stúdent 1884, með 2. einkunn (68 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. í júní 1894, með 2. einkunn lakari (79% st.).

Var í spítölum þar 1894. Stundaði lækningar í Karrebæk á Sjálandi frá jan. 1895, í Gloslunde á Lálandi frá jan. 1907 til æviloka.

Kona (7. dec. 1895): Anna Cecilia Camilla (f. 13. júní 1866, d. 19. nóv. 1929), dóttir Hans Christensens óðalsbónda í Karrebækstorp (Skýrslur; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.