Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Richard Torfason

(16. maí 1866–3. sept. 1935)

Prestur, bankabókari.

Foreldrar: Torfi verzlm. Magnússon (prests að Eyvindarhólum, Torfasonar) og kona hans Jóhanna Sigríður Margrét Jóhannsdóttir kaupm. í Vestmannaeyjum, Bjarnasonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1877, stúdent 1885, með 1. eink, (93 st.), próf úr prestaskóla 1888, með 2. einkunn lakari (29 st.), en hafði verið í háskólanum í Kh. veturinn 1885–6. Var um hríð byskupsskrifari, stundaði og kennslu. Fekk Rafnseyri 24. okt. 1891, vígðist 25. s.m., Holtaþing 7. maí 1901. Fekk lausn frá prestskap 6. apr. 1904 og gerðist þá byskupsskrifari og starfsmaður í landsbankanum, Var settur bókari þar 27. sept. 1911 og fekk það starf 23. dec. s.á.

Kona 1 (2. maí 1892): Málmfríður Kristín (í. 11. júní 1871, d. 16. nóv. 1906) Lúðvíksdóttir steinsmiðs í Rv., Alexíussonar. Synir þeirra: Gunnar fór til Vesturheims, féll í heimsstyrjöldinni 25. mars 11918, Magnús símastj.

Kona 2 (6. febr. 1909): Kristín Jóhanna Jónsdóttir pr. að Auðkúlu, Þórðarsonar; þau bl. og slitu samvistir.

Kona 3: Ólavía Runólfsdóttir útgerðarmanns í Mýrarhúsum, Ólafssonar; þau barnl. (BjM. Guðfr.; SGrBf.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.