Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ari Jónsson

(23. mars 1833–9. jan. 1907)

Bókbindari, skáld.

Foreldrar: Jón Gíslason að Strjúgsá í Eyjafirði og kona hans Guðrún Jóhannesdóttir í Yzta Gerði, Jónssonar. Tók sveinspróf í bókbandi. Bjó í Víðigerði og Þverá ytri í Eyjafirði, dvaldist síðast á Jófríðarstöðum og andaðist þar. Eftir hann eru kvæði og leikrit (sjá Lbs.). Pr. er eftir hann Sigríður Eyjafjarðarsól, Ak. 1879).

Kona: Rósa Bjarnadóttir að Kambfelli í Eyjafirði, Jóhannessonar. Synir þeirra: Bjarni á Grýtubakka, Steingrímur kennari (Br7. o. 119).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.