Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ragnar Kvaran

(22. febrúar 1894–24. ágúst 1939)

Prestur o. fl.

Foreldrar: Einar H. skáld Kvaran og s.k. hans Gíslína Gísladóttir. Tekinn í menntaskóla Rv. 1906, stúdent 1913 (60 st.), tók guðfræðapróf í háskóla Ísl. 1917, með 1. einkunn (1234 st.). Síðan bankaritari um hríð. Varð prestur vestan hafs 1922–33, forseti sameinaðs kirkjufélags Ísl. þar 1924–33. Kom þá til Íslands, gegndi ýmsum störfum, stýrði ferðaskrifstofu Ísl., landkynnir og samdi af því ýmsar greinir. Auk þessa nokkurar ritgerðir í tímaritum og blöðum.

Kona (1919): Þórunn Hannesdóttir ráðherra Hafsteins.

Börn þeirra: Ragnheiður stúdent átti Sigurð Hafstað sendisveitarritara í Moskva, Einar verkfr., Matthildur, Ragnar átti fyrir hjónaband (með Sigrúnu Gísladóttur búfr., Þorbjarnarsonar): Ævar cand. jur., leikari í Rv. (BjM. Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.