Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ragnar (Friðrik) Ólafsson

(25. nóv. 1871–14. sept. 1928)

Kaupmaður.

Foreldrar: Ólafur gestgjafi á Skagaströnd og á Akureyri Jónsson (að Helgavatni, Ólafssonar) og kona hans Valgerður Narfadóttir á Kóngsbakka, Þorleifssonar. Lauk námi í skósmíðum í Kh. 1892, stundaði jafnframt nám í kvöldskóla. VerzIm. eystra 1892–5.

Verzlstj. eystra og á Ak. 1896–1906. Síðan kaupm. á ÁAk., auðugur maður. Framkvæmdamaður mikill (Gefjun, heilsuhælisfél, Norðurl.). Varaumboðsmaður Bretastjórnar, str. af fálk.

Kona (1901): Guðrún Jónsdóttir sýslumanns Johnsens í Eskifirði.

Börn þeirra, er upp komust: Egill kaupm. á Ak., Þuríður átti Lárus prófessor Einarsson í Árósum, Sverrir kaupm. á Ak., Valgerður Ragnheiður átti Halldór kaupm. Sigurbjörnsson í Rv., Ólafur Friðrik kaupm. í Siglufirði, Jón sjómaður í Rv., Ásgrímur verzlm.

Í Rv., Kjartan fulltrúi í fjármálaráðuneyti, Guðrún átti Geir frkvstj. Borg í Rv., Ragna átti Karl skrifstofum. Grönvold í Rv. (Verzltíð., 11. árg.: o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.