Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Rafnkell Bjarnason

(um 1714–27. febr. 1785)

Prestur.

Foreldrar: Bjarni Eiríksson á Geirlandi og s.k. hans Ragnhildur Tómasdóttir. Tekinn í Skálholtsskóla 1732, stúdent 20. apr. 1739. Bjó að Hofi í Öræfum 1743, fekk Sandfell 1746, vígðist 19. júní s.á., fekk Stafafell 1750 og hélt til æviloka. Hann fekk 19. febr. 1740 uppreisn fyrir barneign. Þókti dugandi maður, en ekki vel að sér, en þó sæmilega skynsamur.

Kona: Ingibjörg Jónsdóttir lögréttumanns að Hofi í Öræfum, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Ragnhildur átti síra Árna Gíslason að Stafafelli, Guðný átti Árna Þorleifsson (prests að Hofi í Álptafirði, Bjarnasonar), Eiríkur að Smyrlabjörgum, Eiríkur yngri (vísað úr Skálholtsskóla vegna tornæmis 1767) mun hafa búið í Byggðarholti, Jón í Bæ í Lóni. Launsonur síra Rafnkels (1739) með Hildi Salómonsdóttur á Geirlandi: Síra Eiríkur að Hofi í Álptafirði (HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.