Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Rafn Þorvaldsson

(– – 1623?)

Prestur. Foreldrar(?): Þorvaldur Styrsson og Sigríður Jónsdóttir. Er orðinn prestur 1571, er með vissu prestur Í (– – Saurbæ 1585 (hefir fengið prestakallið nokkuru fyrr) og hélt til æviloka. Er með vissu enn á lífi 1621. Hann var skáldmæltur (1 sálmur eftir hann pr. í sálmabókum Guðbrands byskups; Í kvæði finnst eftir hann í handritum).

Kona 1: Guðrún Jónsdóttir prests í Reykholti, Einarssonar.

Börn þeirra: Síra Halldór í Skarðsþingum, Þorvaldur, Arnfríður átti Teit Helgason í Höfn í Melasveit, Vigdís óg. og bl., Guðríður átti fyrr Björn Þórðarson (prests í Hjarðarholti, Brandssonar), varð síðar s.k. síra Ólafs Böðvarssonar í Saurbæ.

Kona 2: Ástríður Helgadóttir í Höfn, Torfasonar, ekkja Jóns Pálssonar í Kalmanstungu. Dóttir þeirra: Guðrún átti Guðmund Gunnsteinsson, norðlenzkan.

Ástríður ekkja síra Rafns átti síðast Finnbjörn Finnbjörnsson í Melasveit (Alþb. Ísl.; PEÓl. Mm.; Saga Ísl. IV; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.