Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Rafn Jónsson

(1735–31. jan. 1807)

Prestur.

Foreldrar: Jón smiður Rafnsson á Langamýri og Hafsteinsstöðum og kona hans Sesselja Þorvaldsdóttir að Steini, Þórðarsonar. F. á Langamýri. Tekinn í Hólaskóla 1752, stúdent 1759 (eftir háskólabókum hefir hann orðið stúdent úr heimaskóla í Kh. og þá 1761, ekki í Vita), fór utan, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 28. júlí 1761 (hafði tafizt 1 vetur í Noregi), tók guðfræðapróf 29. mars 1764, með 3. einkunn, vígðist 4. dec. s. á. aðstoðarprestur síra Björns Þorlákssonar á Hjaltabakka, fekk prestakallið 21. dec. 1767 og hélt til æviloka, varð bráðkvaddur.

Til eru eftir hann erfiljóð á dönsku um Bjarna sýslumann Halldórsson á Þingeyrum í ÍB. 389, 4to.

Kona: Kristín (d. 1832) Eggertsdóttir lögréttumanns í Stóra Dal (Sléttárdal), Þorsteinssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Eggert á Ásbjarnarstöðum, Jón drukknaði ókv. í Staðarsveit, Jón yngri á Njálsstöðum, Valgerður Kristín átti Þorberg Árnason að Fjósum, Anna María f.k. Jóns Jónssonar að Hnjúkum (Vitæ ord.; HÞ. Guðfr.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.